Forsíða Hugur og Heilsa 4 hlutir sem gera þig óaðlaðandi – En þú tekur ekki eftir

4 hlutir sem gera þig óaðlaðandi – En þú tekur ekki eftir

Screen Shot 2016-05-12 at 13.38.31Það er mismunandi hvað okkur finnst aðlaðandi í fólki, sumir vilja að manneskjan sé róleg á meðan aðrir laðast að fólki sem er gríðarlega „hyper“.

Það eru samt nokkrir hlutir sem við getum öll verið sammála um að eru aðlaðandi eins og t.d. húmor og það að vera vingjarnleg/ur. Eins eru hlutir sem eru einfaldlega óaðlaðandi í fólki eins og þessir 4.


1. Þú gerir allt að keppni. 

Þú ert alltaf að bera þig saman við alla aðra og reynir sífellt að vera betri en aðrir.

2. Þú ert dónaleg/ur.
Það vilja allir líða eins og borin sé virðing fyrir þeim og fátt er leiðinlegra en fólk sem er sífellt dónalegt, t.d. við starfsfólk veitingastaða.

Myndaniðurstaða fyrir rude
3. Þú ert alltaf neikvæð/ur og kvartar mikið.

Það að kvarta yfir því að veðrið sé slæmt gerir það ekki betra. Fólk þreytist fljótt á því að vera í kringum manneskju sem er alltaf neikvæð.

4. Þú lítur á vini þína sem óvini þína.
Þetta kann að hljóma þversagnakennt en ef þú treystir ekki vinum þínum, ert sífellt í keppni við þá og afbrýðisemin blossar upp í þér, eru þeir þá vinir þínir?

En þetta er nú allt eitthvað sem einfalt er að laga, er það ekki?