Forsíða Hugur og Heilsa 4 erfiðleikar sem fylgja því að vera með flottan rass!

4 erfiðleikar sem fylgja því að vera með flottan rass!

buttÞað hefur undanfarið gripið um sig mikið rassa -æði. Konur eru í auknum mæli farnar aðfá sér fyllingar í rassinn hið ytra, en þar sem það er minna um það hér heima þá eiga þær stelpur sem eru með flottan rass frá náttúrunnar hendi eflaust eftir að tengja við þennan lista. Hann var birtur á vefsíðunni Elite daily og þá aðallega ætlaður konum, en eflaust eru einhverjir strákar sem tengja við margt á honum líka.

1. Þú þarft alltaf að fara einni stærð ofar þegar kemur að buxum. Þó að þær passi upp á síddina, kálfana og lærin að gera þá eru þær of þröngar yfir rassinn. Þetta er sérstaklega þekkt vandamál þegar kemur að „skinny jeans“

2. Þegar þú reynir að klæða þig „professional“ í dragt eða eitthvað slíkt endar þú alltaf með því að vera aðeins og sexý einhvern veginn. Þó þú sést ekki að flagga brjóstaskoru stendur þessi flotti rass alltaf aðeins út í loftið! Ekki skammast þín fyrir það, flaggaðu honum bara!

3. Perrar elta þig á röndum í ræktinni. Þetta er þekkt vandamál kvenna sem eru með flotta rassa. Um leið og kemur að því að gera ákveðnar æfingar þar sem rassinn nýtur sín en klapp kórinn mættur. Gott ráð er að þakka mönnum fyrir að horfa. Það fríkar þá út og þeir gefast upp.

4. Fólki finnst í lagi að grípa í rassinn á þér. Annað þekkt vandamál sem konur með flotta rassa kljást við, og karlar með slíka rassa líka. Öðru fólki finnst ekkert athugavert við að klípa í þá og margir vilja meira að segja ganga svo langt að kalla slíkt káf og áreiti „daður“ sem er helber vitleysa. Berum virðingu fyrir líkömum fólks. Þeir eru ekki almennings eign þó þeir séu flottir!