Forsíða Lífið 3 Husky hundar björguðu kettling – Hann lifir nú eins og hundur...

3 Husky hundar björguðu kettling – Hann lifir nú eins og hundur – MYNDIR

Það er ekki óþekkt í dýraríkinu að þegar dýr finnur unga af annarri tegund sé honum hjálpað og jafnvel alinn upp.

Það vill þá gjarnan gerast að dýrinu sem er bjargað hagi sér eins og bjargvættirnir og líti á sjálft sig sem einn af þeim.

Þegar kettlingurinn Rosie fæddist var hún mjög lítil og veik og eigendur hennar bjuggu sig undir það að hún myndi ekki lifa. Svo tíkinni Lilo var fengið það verkefni að halda hita á Rosie.

En Lilo gerði mikið meira en það. Hún gerði Rosie að sinni og ól hana upp. Hinir tveir Husky hundarnir á heimilinu tóku vel í nýja fjölskyldumeðliminn og lögðu sitt af mörkum.

Í dag er Rosie hress og hraust „kisa“ og hún lítur á sig sem eina af hundahópnum.

Þau fara saman í gönguferðir og allt mögulegt.

Og hún fær ennþá kúrutíma með mömmu sinni.

Og stundum lesa þær bók.

En stundum vill maður bara hafa það næs í kósí fötunum sínum.