Forsíða Lífið 19 börn voru spurð: Hvað er ást? – Þú ættir að taka...

19 börn voru spurð: Hvað er ást? – Þú ættir að taka svörin þeirra þér til fyrirmyndar!

Stundum á eggið að kenna hænunni.

Þegar heill bekkur af börnum frá Bandaríkjunum voru spurð ‘hvað er ást?’ voru svörin þeirra eitthvað sem flestir mættu taka sér til fyrirmyndar!

1. „Ást er þegar þú segir strák að þér finnst peysan hans flott og hann byrjar að ganga í henni á hverjum degi,“ — Noelle, 7 ára.

2. „Ást er þegar þú gefur einhverjum fullt af frönskum frá þér og biður ekki um neinar franskar í staðin,“ — Chrissy, 6 ára.

3. „Ást er það sem lætur þig brosa þegar þú ert þreytt,“ — Terri, 4 ára.

4. „Þegar amma mín var lasin gat hún ekki beygt sig niður til þess að naglalakka sig svo afi minn gerði það fyrir hana í hvert skipti, jafnvel þegar hann varð lasinn líka. Það er ást,“ — Rebecca, 8 ára.

5. „Ást er þegar stelpa setur á sig ilmvatn og strákur setur á sig rakspýra og svo fara þau út og finna lyktina af hvort öðru,“ — Karl, 5 ára.

6. „Ást er þegar hundurinn þinn sleikir þig þó þú hafir skilið hann eftir einan heima allan daginn,“ — Mary Ann, 4 ára.

7. „Ást er þegar maður er alltaf að kyssast,“ — Emily, 8 ára.

8. „Ást er það sem er með þér á jólunum ef maður hættir að opna pakkanna og hlustar,“ — Bobby, 7 ára.

9. „Þegar einhver elskar þig er öðruvísi hvernig hann segir nafnið þitt. Þú veist að nafnið þitt er öruggt í munninum hans,“ — Billy, 4 ára.

10. „Ást er þegar mamma gefur pabba besta bitann á kjúklingnum,“ — Elaine, 5 ára.

11. „Maður á ekki að segja ‘ég elska þig’ nema maður meini það. En ef fólk meinar það á það að segja það oft,“ — Jessica, 8 ára.

12. „Ást er eins og þegar lítil, gömul kona og lítill, gamall karl eru ennþá vinir þrátt fyrir að þau þekki hvort annað svona vel,“ — Tommy, 6 ára.

13. „Ást er þegar mamma sér pabba á klósettinu og finnst það ekki ógeðslegt,“ — Mark, 6 ára.

14. „Á píanótónleikunum mínum var ég ein sviðinu og var hrædd. Ég horfði á allt fólkið sem var að horfa og sá pabba minn. Hann var brosandi og veifaði til mín. Hann var sá eini sem var að gera það. Ég var ekki lengur hrædd,“ — Cindy, 8 ára.

15. „Ást er þegar mamma býr til kaffi fyrir pabba en tekur einn sopa áður en hún gefur honum það til þess að gá hvort það sé í lagi,“ — Danny, 7 ára.

16. „Ég veit að eldri systir mín elskar mig því hún gefur mér öll gömlu fötin sín en hún þarf að fara og kaupa ný,“ — Lauren, 4 ára.

17. „Mamma mín elskar mig meira en allir aðrir af því að hún kyssir mig alltaf þegar ég fer að sofa,“ — Clare, 6 ára.

18. „Ást er þegar mamma sér pabba sveittan eftir fótbolta og það er ógeðsleg lykt af honum en henni finnst hann samt sætur,“ — Chris, 7 ára.

19. „Ef þig langar að læra að elska betur ættir þú að byrja á því að vera vinur einhvers sem þú hatar,“ — Nikka, 6 ára.