Forsíða Hugur og Heilsa 17 ráð til þess að sigra lífið – Frá meistara Jose Mourinho!

17 ráð til þess að sigra lífið – Frá meistara Jose Mourinho!

17 ráð til þess að sigra, frá einum manni sem hefur sigrað allt sem hægt er að sigra …


Um síðustu helgi, þegar þrír leikir eru eftir í Enska boltanum, varð ljóst að Chelsea er búið að sigra Ensku Úrvalsdeildina.

Hæfileikar leikmanna liðsins voru aldrei í vafa en enginn efaðist um hæfileika þjálfarans, Jose Mourinho.

Hér eru 17 ráð til þess að sigra – Sem þú mátt nota til þess að sigra hjarta konunnar sem þú ert skotinn í, komast áfram í íþróttum, fá draumavinnuna eða hvað það sem þig dettur í hug!

Hér eru 17 ráð frá meistara Jose Mourinho:

Líttu á hvern einasta dag sem áskorun og þú munt læra að bæði sigra og tapa.


Fólk mun virða þig ef þú getur tekist á við flókin vandamál á rólegan og yfirvegaðann máta.


Það að hjálpa öðrum að skína getur látið þig skína enn bjartar.


Jafnvel þegar þú ert reiður, þá er oftast best að sýna ekki miklar tilfinningar.


Við gerum öll mistök en það sem skiptir meira máli er hvernig við bregðumst við mistökunum.


Sama hve ástandið er svart, gefðu þér tíma til þess að stíga eitt skref aftur á bak til þess að anda rólega og hlæja.


Haltu haus þó það blási á móti.


Eins og bátur í óveðri þarft þú að takast á við öldurnar sem koma til þín, sama úr hvaða átt þær koma.


En það er samt mikilvægt að sýna smá tilfinningar og ástríðu inn á milli!


Ekki gleyma að þakka fólkinu sem hefur staðið við bakið á þér og hjálpað þér að komast þangað sem þú ert í dag.


Það er nákvæmlega ekkert að því að fagna því sem þú hefur áorkað.


Ef þú ert ekki sammála einhverju – Láttu heyra í þér.


Og stattu á þínu ef þú ert handviss um þína skoðun.


Þú þarft að vera mikill maður til þess að virða andstæðinga sína.


Þegar þú færð draumastarfið þitt, finnur ástina í lífi þínu eða eitthvað algjörlega magnað gerist – Láttu heiminn vita af því!

Ekki vera feminn!


Stundum verða hlutirnir svo klikkaðir að þú getur ekki gert neitt annað en að hlæja það af þér og halda áfram með næsta verkefni.


Að sýna tilfinningar er það sem gerir okkur að manneskjum.