Forsíða Lífið 17 hlutir sem þú átt ekki eftir að trúa að foreldrar þínir...

17 hlutir sem þú átt ekki eftir að trúa að foreldrar þínir þurftu að gera …

Hefur þú einhverntíman velt því fyrir þér hvað hlutirnir eru búnir að breytast ótrúlega hratt?

Það er ekki nema von að foreldrar kvarti yfir því að börnin þeirra hangi of mikið í snjallsímum og tölvum. Þau þekkja ekki neitt þessu líkt!

Varúð: Þú átt ekki eftir að trúa því hvað foreldrar þínir þurftu að gera áður en internetið kom til sögunnar …

1. Þau þurftu að hittast í eigin persónu þegar þau unnu hópverkefni. 

Það var ekkert sem hét Facebook eða Google Docks til þess að „spara“ það að fara út úr húsi. Þau þurftu að spyrja allra spurninganna í eigin persónu.

2. Þau fóru í alvörunni á bókasafnið og leituðu í bókum að réttu svari.

Það var ekkert Google … Óguð.

3. Og þegar þau fóru á bókasafnið þurftu þau að leita af réttu bókinni innan um þúsundir bóka í hundruðum mismunandi flokka. 

Það var ekkert Control + F …

4. Þau þurftu að fara í verslanir og kaupa heilar plötur ef þau vildu hlusta á nýjustu tónlistina.

Þau þurftu að kaupa áþreifanlega CD diska, plötur eða kasettur. Af því að það var ekkert Youtube!

5. Þau þurftu að fara út í búð til þess að láta prenta myndirnar sínar svo þau gætu séð þær. Og ef þau vildu deila myndunum með öðrum þurftu þau að gera það í eigin persónu og setja þær í alvöru myndaalbúm. Og það var enginn filter á myndunum! 

Getur þú trúað því? Enginn filter …

6. Þau þurftu að bíða eftir að uppáhalds tónlistarmaðurinn þeirra héldi tónleika til þess að sjá hvernig hann var á sviði.

Getur þú ímyndað þér hvernig það er að hafa aldrei séð hvernig uppáhalds tónlistarmaðurinn þinn lítur út fyrr en þú kaupir plakat til að líma upp á vegg?

7. Og þeir sem vildu ná til „stórstjarnanna“ þurftu að senda þeim aðdáendabréf í pósti …

Það var ekkert Twitter eða Instagram til þess að áreita stjörnurnar allann daginn.

8. Þau þurftu í alvöru að horfa á uppáhalds þáttinn sinn þegar hann var sýndur í sjónvarpinu – Og ef þau misstu af honum var síðasti séns að ná „endursýningunni“.

Sem þýðir að öll fjölskyldan þurfti að hópa sér saman í sama sófann …

9. Og það sem er enn verra, þau gátu bara horft á einn þátt í einu.

Menn voru ekki mikið að downloada heilum seríum í þá daganna.

10. Dagblöðin voru fyrst með nýjustu fréttirnar.

Svo ef það kveiknaði í einhverju þá fékk enginn að vita það fyrr en daginn eftir!

11. Ef þeim vantaði hjálp við að komast á milli staða þurftu þau að nota alvöru kort … úr pappír.

Við ættum að þakka guði fyrir GoogleMaps og Já.is kortið á hverjum degi …

12. Og þegar þau gerðu ritgerð skrifuðu þau allt niður í tölvu sem var á stærð við ísskáp. 

Það voru engar fartölvur.

13. Þau gátu ekki talað við þann sem þau voru skotin í í gegnum tölvuna.

Án Facebook og Snapchat var MUN erfiðara að tala við þá sem þú varst skotinn í.

14. Þau þurftu að hringja í fólk í gegnum síma – Heimasíma! 

Hvort sem það er einhver sem þú ert skotinn í eða kennari sem þú þarft að láta trúa að þú sért raunverulega veik/ur … Allt er erfiðara í gegnum síma.

15. Þau gátu ekki verslað á netinu.

Ef fólk vildi versla einhversstaðar annarsstaðar en í tískuhúsinu í bænum þurfti það að fylla út form sem kom með vörubæklingum og senda það með pósti – Og það tók mánuði að fá vörurnar sendar heim!

16. Þau þurftu að vera ósammála fólki á kurteisislegann hátt.

Af því að Twitter og Youtube var ekki til þurfti fólk að tjá skoðanir sínar í eigin persónu en ekki nafnlaust á internetinu!

17. Og þegar þau höfðu ekkert að gera – Þá þurftu þau bara að gjöra svo vel og finna sér eitthvað „sniðugt“ að gera!

Með öðrum orðum, þegar það voru engir vinir lausir eða eitthvað skemmtilegt að gera þurftu þau að finna sér eitthvað að gera eins og að lesa, teikna, æfa sig eða læra! Það var aldrei möguleiki að kveikja á NetFlix og hanga í sófanum heila helgi!

Það hefur ýmislegt breyst á nokkrum árum …

Miðja