Forsíða Lífið 15 tilvitnanir úr Disney myndum sem við ættum aldrei að gleyma!

15 tilvitnanir úr Disney myndum sem við ættum aldrei að gleyma!

Ótrúlegi ævintýramaðurinn Walt Disney átti afmæli á föstudaginn síðasta. Það er nokkuð magnað að hugsa til þess að maðurinn á bakvið Disney ævintýrin hafi fæðst árið 1901!

Þrátt fyrir að hann hafi dáið árið 1966 þá skildi hann eftir sig mikla arfleið sem við njótum enn þann dag í dag.

Til heiðurs honum eru hér 15 tilvitnanir úr Disney myndunum sem við getum haldið áfram að læra af og ættum aldrei að gleyma!

1. „Ójá, fortíðin getur verið særandi. En frá mínu sjónarhorni getur þú annaðhvort flúið hana eða … lært af henni!“ – Apinn úr Lion King.

2. „Haltu bara áfram að synda“ – Dóra úr Leitin að Nemó

Lífið getur leikið okkur grátt eða okkur finnst allt vera á móti okkur. Dóra sagði okkur að halda bara áfram að synda, það mun birta til!

3. „Segðu henni sannleikann!“ – Andinn úr Aladdín

Ekki grafa þig fastann í lygavef, það er alltaf best að vera hreinskilinn frá byrjun.

4. “Hakuna matata.” Tímon og Púmba úr Lion King

Hakuna Matata. What a wonderful thing.

Allar áhyggjur eru þurrkaðar út?

5. „Blómið sem blómstrar þrátt fyrir ómögulegar aðstæður og erfileika er það fallegasta af öllum“ – Keisarinn í Kína úr Mulan

6. „Einbeittu þér að hlutunum sem þú þarfnast nauðsynlega og aðeins þeim. Gleymdu áhyggjunum og reiðinni“. – Móglí

7. „Þú ert hugrakkari en þú heldur, sterkari en þú sýnist og gáfaðari en þú getur ímyndað þér“ – Bangsímon

Allir hafa bæði styrk- og veikleika. Einbeitu þér að því sem þú ert góður í.

8. „Ég er aðeins hugrakkur þegar ég þarf að vera það. Það að vera hugrakkur þýðir ekki að leita uppi vandræði“ – Múfasar úr Lion King.

Ekki eyða lífinu í það að sýna þig fyrir öðrum.

Nelson Mandela heitinn sagði eitt sinn: „Ég lærði að hugrekki er ekki að finna ekki fyrir ótta, heldur að sigrast á honum. Hugrakkur maður er ekki sá sem hræðist ekkert, heldur sá sem sigrast á ótta sínum“.

9. „Fjölskylda þýðir að enginn er skilinn eftir útundan“ – Líló úr Líló og Stich

10. „Lokaðu augunum og hugsaðu um hamingjusömustu hluti í heimi. Það er eins og að hafa vængi“ – Pétur Pan.

11. „Jafnvel kraftaverk taka smá tíma“ – Álfakona úr Öskubusku

12. „Sönn hetja er ekki valin eftir stærð vöðvanna utan á henni, heldur eftir styrk hjartans sem slær innra með henni“ – Seifur úr Herkúles

13. „Út fyrir endimörk alheimsins!“ – Bósi Ljósár úr Toy Story

Settu markið hátt!

14. „Mundu, hlátur er 10 sinnum kraftmeiri en öskur“ – Skrímslin úr Skrímsli Hf.

15. „Þú ert alveg klikkaður! En ég skal segja þér leyndarmál. Allt besta fólkið er klikkað“ – Lísa úr Lísa í Undralandi

Ekki vera feimin/n við að vera aðeins öðruvísi – Vertu öðruvísi en allir aðrir!