Forsíða Lífið „15 hlutir sem ég elska við þunglyndu konuna mína“

„15 hlutir sem ég elska við þunglyndu konuna mína“

Molly Murphy þjáist af miklu þunglyndi. Hún talaði opinberlega um það á samskiptamiðlum og tók þá sem dæmi að þó hún væri nýgift og ætti að vera að upplifa mikla hamingju kæmi það ekki í veg fyrir að þunglyndið gerði vart við sig.

Hún sagðist vera þakklát eiginmanni sínum, Tim Murphy sem gerði allt sem hann gæti til þess að standa við bakið á henni.

Einn morguninn vaknaði hún og fann þennan lista skrifaðan á svefnherbergis spegilinn.

1 Hún er besti vinur minn.

2. Hún gefst aldrei upp á sjálfri sér eða mér.

3. Hún gefur mér tíma til að vinna í rugluðu verkefnunum mínum.

4. Hún kemur mér til að hlæja.

5. Hún er gullfalleg.

6. Hún samþykkir mig eins og ég er.

7. Hún er góðhjartaðasta manneskja sem ég þekki.

8. Hún er með fallega söngrödd.

9. Hún hefur komið með mér á strippklúbb.

10. Hún hefur gengið í gegnum næstum óyfirstíganlega sorg en er engu að síður bjartsýnasta manneskja sem ég þekki.

11. Hún hefur stutt mig í öllum ákvörðunum sem ég hef tekið varðandi feril minn.

12. Án þess að átta sig á því lætur hún mig vilja gera meira fyrir hana en ég hef nokkurntíma vilja gera fyrir neinn.

13. Hún stendur sig frábærlega í vinnunni.

14. Lítil dýr valda því að hún fer að gráta.

15. Hún framkallar hrotuhljóð þegar hún hlær.

Miðja