Forsíða Hugur og Heilsa 15 ástæður fyrir því að karlmenn ættu aldrei að stunda Jóga!

15 ástæður fyrir því að karlmenn ættu aldrei að stunda Jóga!

Minni streita, betri svefn og minni hætta á hjartasjúkdómum? Nei takk. Engin furða að 4/5 jógaiðkenda eru konur.

1. Af því að stress, kvíði og þunglyndi getur gert lífið svo mikið meira spennandi.

Ég meina af hverju?

2. Og þú hefur örugglega aldrei glímt við neina verki í bakinu heldur, er það nokkuð?

15 Reasons Men Should Never Do Yoga

3. Og til hvers ættir þú að vilja vera með betra jafnvægi, vera liðugri og með betra þol?

Fuss! Hver þarf á þessu að halda?

4. Það er líklega best að þú stundir ekki Jóga svo þú verðir ekki í of góðu formi …

It's probably best if you don't get any better at the exercise and sports you already do.
Lebron James og fleiri ‘nýgræðingar’ í körfubolta stunda líka jóga bara til þess að drepa tímann …

5. Þú gætir þurft að finna fyrir minni kvíða og meiri hamingju …

En af hverju ætti einhver að vilja það?

6. Þú gætir meira að segja ÞURFT að lifa lengur!

Rannsakendur hafa fundið að þeir sem stunda jóga og lifa heilbrigðum lífsstíl geta lifað lengur eftir að hafa greinst með krabbamein. Eins gott að karlmenn stundi ekki jóga …

7. Líkamsstaðan þín gæti orðið betri, flottari og heilbrigðari.

Your posture could improve.
Ég veit hvað þú ert að hugsa: „Þvílík tímasóun!“

8. Það að halda lungunum þínum OF heilbrigðum hljómar frekar fáránlega …

Svo hvað með það að jóga hjálpi sjúklingum með lungnasjúkdóma að yfirstíga eða berjast gegn bólgum og sjúkdómum? Það hlýtur að vera góð ástæða fyrir því að við erum með tvö lungu – Annað virkar eins og varadekk! (er það ekki?)

9. Og sú staðreynd að jóga sé betra fyrir heilann í okkur en nokkur önnur æfing … lætur þetta hljóma eins og frekar heimskulega íþrótt!

En enginn getur séð hvort þú sért vel SKORINN á heilanum, af hverju ættir þú þá að vera æfa hann? Það væri algjörlega tilgangslaust !

10. Það yrði líka frekar pirrandi að missa algjörlega hæfileika eins og svefnleysi

Það myndi líklega sóa svo miklum tíma frá þér ef þú myndir bara alltaf sofa vel á næturna!

11. Blóðþrýstingurinn er pottþétt bara góður eins og hann er.

Blóðþrýstingurinn hefur heldur aldrei bjagað neinn …

12. Og hjartað í þér er líka pottþétt í toppmálum, er það ekki?

Hverju skiptir þó hjartasjúkdómar séu helsta dánarorsök karla og kvenna í Bandaríkjunum? Það þýðir ekki að eitthvað komi fyrir þig …

13. Auk þess, af hverju ættir þú að vilja vera hraustari, heilbrigðari og líða betur?

15 Reasons Men Should Never Do Yoga
#ofmetið

14. Svo gæti líka vel verið að þú verðir ekkert góður í jóga, svo af hverju að láta á það reyna?

You might not be good at it right away, so it's probably not worth doing.
Svo líka, ég meina – Af hverju ætti einhver karlmaður að vilja stunda sport með öllum þessum kostum og það eru eiginlega bara konur í salnum í kringum þig. Það er örugglega hræðilegt.

15. Og að lokum, af hverju ætti einhver að vilja stunda íþrótt sem bætir kynlífið?