Forsíða Hugur og Heilsa 13 staðreyndir sem sanna að Tequila er í raun og veru gott...

13 staðreyndir sem sanna að Tequila er í raun og veru gott fyrir þig

Screenshot 2015-02-07 17.04.28

Hefur þú tekið eftir því að það fólk sem drekkur tequila, það raunverulega elskar tequila!

Það er ekki eins og einhver gæi sem elskar að fá sér romm í kók. Hann pantar sér bara eitthvað. En þeir sem byrja að drekka tequila þróa með sér óútskýranlegt ástarsamand við mexíkóska áfengið … en það er örugglega eitthvað sem við viljum ekki?

En ef við gleymum því í smá stund að flestir drekki tequila bara til þess að verða hellaðir, þá eru hérna 13 ástæður fyrir því að tequila sé í raun og veru gott fyrir þig:

1. Það hjálpar við að lækka blóðsykurinn

s2lizselffive

Tequila er búið til úr agave-plöntu og sykurinn í plöntunni kemur af stað insúlínframleiðslu og lækkar blóðsykurinn í líkamanum.


2. Það hjálpar þér að léttast

tumblr_inline_mv6eehTPJL1r1zucp

Ókei, fyrir utan það þegar þér líður ömurlega eftir djammið og borðar ekkert allan sólahringinn þá er fjöldi efna í tequila sem geta hjálpað þér að léttast.


3. Það veldur ekki þynnku

shots-11-2

Allt í lagi, þú ert efins. Ég skil það.

En við erum ekki að tala um vatnsblandaða tequilað sem þú finnur á næsta bar. Við erum að tala um 100% ekta agave tekíla.

Spurðu barþjóninn þinn um fínni flöskuna af tequila og þú ert strax farin/n að taka skref í rétta átt!


4. Þú getur drukkið það beint úr flöskunni án þess að þurfa að kasta upp

tumblr_n98hjoXX1N1s9prw9o1_250

Ósammála? En tequila vs. vodka?


5. Það hjálpar til við að viðhalda réttu kólestrólmagni

anigif_enhanced-2373-1399996819-13

6. Það má nota Tequila til þess að hjálpa við kvefi

tumblr_m2gaac025s1qgcra2o1_500

Ef við förum aftur til ársins 1930 þá mældu læknar í Mexíkó með tequila til þess að berjast gegn kvefi. Stórt skot af tequila, stórt skot af agave sykri og sama magn af ferskum lime djús … voilá!


7. Það hjálpar þér að lina sársaukann

shots-13

… ef þér líður illa einhversstaðar þar að segja!

Rannsóknir sýna að tequila víkka æðarnar í líkamanum sem þýðir að blóðið flæðir betur um líkamann og minnkar sársaukastig. En ef þér líður illa andlega, þá getur tequila örugglega hjálpað þér við það líka!


8. Þú lítur út eins og algjört hörkutól á fyrsta stefnumóti

giphy-7-2

Það skiptir engu máli hvort þú ert karl eða kona. Pældu í því hvað það er kúl að panta tvö skot af tequila með matnum á fyrsta stefnumót!


9.  Þú verður ekki jafn útblásin/n og eftir að hafa drukkið vodka eða bjór

tumblr_llugsa5bco1qduh4x

Ef þér finnst þú missa þokkann eftir að hafa neytt 5 lítrum af bjór … þá gæti hjálpað að vinna aðeins með skotin?


10. Þú þarft ekki að eyða kaloríunum þínum í gos eða sykurbland

shots-1

Eitt það besta við tequila er að þú þarft ekki að fylla þig af auka kaloríum frá gosi, rjóma eða hvað sem barþjónninn kann að blanda í drykkinn þinn.


11. Það vita allir að þú ert partýljón ef þú mætir með tekílaflösku í partý

tumblr_m7w3n0I49A1qjrc1wo1_500

12. Það þrífur ristilinn á þér (HA?)

tumblr_mmez8cW2Kq1rt1ivno6_500

Samkvæmt fleiri rannsóknum frá háskólanum í Guadalajara í Mexíkó þá hjálpar blátt agave sem er einmitt í tequila að losa eiturefni úr líkamanum sem fara síðan út um ristilinn. Þetta hjálpar til við að fyrirbyggja ýmsa sjúkdóma í ristlinum eins og ristilbólgur og jafnvel krabbamein.


13. Það hjálpar þér svo sannarlega að sofna!

tumblr_mbclomZnIC1rvpmu9

Þetta vita allir, þú verður aldrei í vandræðum með að sofna eftir að hafa drukkið nokkur glös af tequila.

Svo ef þú ætlar út á lífið í kvöld, eða bara einhverntíman – Mundu þá að tequila er kannski ekkert svo slæm hugmynd!