Forsíða Lífið 13 ára strákur hjálpaði lögreglunni að leysa GAMALT mál – þegar hann...

13 ára strákur hjálpaði lögreglunni að leysa GAMALT mál – þegar hann fór að kafa með GoPro myndavél!

Max Werenka er 13 ára strákur sem býr í Kanada og hann var að hjálpa lögreglunni að leysa gamalt mál.

Hvernig fór hann að því? Nú Max fór að kafa í Griffin Lake með GoPro myndavélina sína og sá eitthvað í vatninu sem hann vissi að ætti ekki heima þarna.

Bíllinn sem Max fann er tengdur gömlu lögreglumáli frá árinu 1992, en það ár hvarf hin 69 ára gamla Janet Farris og það heyrðist aldrei aftur frá henni.

Lögreglan telur að dauði hennar hafi verið slys, en hún ætlar að rannsaka málið betur.

Max fékk mikið hrós frá lögreglunni fyrir að taka staðsetninguna vel upp, svo að það reyndist auðvelt að finna bílinn aftur þegar að lögreglan mætti á svæðið – og fyrir að hafa samband þegar hann sá bílinn.

„Það er fullt af fólki sem sér svona lagað og gerir ekkert í því, en Max hegðaði sér sómasamlega og var góður fulltrúi þjóðarinn þegar hann hafði samband við okkur,“ sagði lögreglumaðurinn sem ræddi við fjölmiðla.

George, sonur hennar Janet, þakkaði Max líka fyrir: „Það er gott að vita loksins hvað gerðist fyrir móður mína.“

Öll fjölskyldan hennar Janet þakkar líka Max fyrir að fá loksins að vita „endann á sögunni“ og geta því kvatt þetta mál almennilega, fyrir fullt og allt.