Forsíða Lífið 12 hlutir sem konur hugsa meðan á kynlífi stendur!

12 hlutir sem konur hugsa meðan á kynlífi stendur!

Hefur þú velt því fyrir þér hvað hún er að hugsa meðan á þessu stendur? Alveg bókað eitthvað af þessum hlutum….

Okey hvað var þetta? Er hann í alvöru farinn að sofa? Okeeyy, ég vildi hvort sem er ekkert fá það, ég kom bara til að halda honum félagsskap…

„Í almáttugsbænum ekki biðjast afsökunar. Það gerir allt bara verra. Ekki neyða mig til að hugga nakinn mann akkúrat núna.“ (Gaurinn biðst afsökunar, segir að þetta gerist venjulega aldrei og að venjulega sé typpið á honum 17 sm og gert úr steinsteypu)

„Hættu að reyna að byrja „dirty tal“ um líkamshluta mína. Það er ekki til neitt sexý orð yfr kvenkyns kynfæri…“

„Okey vill hann í alvöru að ég segi að það sé stórt? Þegar við vitum bæði að það er það ekki… ég vil ekki ljúga að honum en ég get heldur ekkert bara sagt „heyrðu nei, ég er ósammála“ Afhverju lætur hann mig ljúga að okkur báðum?

„Ég ætla ekki að líta í þennan spegil. Afhverju er hann með spegil inni hjá sér?“

„Afhverju er hann að koma við magann á mér? Ég er geðveikt þanin, við vorum að éta! komdu frekar við rassinn á mér drengur.“ (Færir hendina á honum á rassinn)

„Er hann að reyna að rúlla mér þannig að ég sé ofan á? Vegna þess að ég er geeeeðveikt þreeeyyytt…..“

(Strákurinn setur teppi yfir hausinn á sér á meðan hann fer niður á þig) „Af hverju er hann undir þessu teppi, það er skrýtið.“ (Strákurinn kemur undan teppinu og horfir í staðinn á kynþokkafullan hátt í augun á þér) Okey NEI þetta er miklu verra, vertu undir teppinu!“

„Okey woow það er geðveikt stórt! Vertu kúl, ekki láta hann sjá að þú sért spennt. Hann þarf ekki á egó bústi að halda, hann má ekki halda að hann þurfi ekkert að leggja á sig við þetta.“

„Klukkan er orðin geðveikt margt..Okey félagi, klárum þetta núna, komin tími fyrir „ÓJÁAA! FASTAR“ nenniru plís að fá það…“

„Hann er ógeðslega sætur…Af hverju er hann að þessu? Ég lít örugglega hrikalega út akkúrat núna. Af hverju slökkti ég ekki ljósin áður en við fórum upp í? Ég lít út eins og sveitt belja og hann eins og Brad Pitt í Fight Club. Djöfull er ég ömurleg…“

„Ekki þarna….já þarna, OMG já þarna!!…bíddu af hverju ertu hættur? Hvernig segi ég þér að fara til baka? Okey það er farið damn it!“