Forsíða Lífið 10 trix til þess að sigra íslenska sumarið – Og vera alltaf...

10 trix til þess að sigra íslenska sumarið – Og vera alltaf þar sem góða veðrið er!

Mynd frá Reykjavik.is

 

Í dag er sunnudagurinn, 11.maí. Þegar þetta er skrifað er léttskýjað og þegar sólin nær í gegnum skýjabreiðuna líður mér eins og það sé 35 stiga hiti og bongó blíða. Mínútu síðar fer sólin bak við ský og við tekur Mordor-kuldi og ég átta mig á því að íslenska sumarið er ein stór lygasaga.

Ekki nóg með að meðalhiti á sumrin sé rétt um 10°C þá hafa veðurfræðingar spáð því að sumarið 2015 verði KALT – Ef það kemur yfir höfuð.

Í stað þess að leyfa auga Mordors að hella svartnætti yfir okkur í sumar þá ætlum við að finna ljósið í myrkrinu. Hér eru 10 trix til þess að lifa íslenska sumarið af – Og plata okkur sjálf til þess að halda að veðrið sé bara þrælgott!

#8 – Vertu alltaf með sólgleraugu

Það sem skiptir jafnvel enn meira máli en að vera alltaf með sólgleraugu er að velja gleraugu með góðum filter. Ef sólgleraugun eru með dökkbrúnu gleri virðast allir litir heitari og veðrið virðist alltaf vera betra en það er.

#7 – Vertu alltaf í svörtum fötum

Rétt eins og það er fátt verra en að setjast inn í bíl með svörtu leðuráklæði sem hefur staðið í sólinni í heilan dag – Þá er fátt betra en að nota svört föt til þess að ná enn betri hita á sumrin.

Gallar: Það gæti sett strik í reikninginn að vera fýlupúkinn sem er alltaf í svörtu þó það sé 20°C hiti en hey, það er þá allavega 30°C hjá þér!

#6 – Vertu alltaf ‘tipsy’!

Hver sagði að viskýdrykkja væri bara fyrir kalda vetrardaga? Hvað sem þú ákveður að drekka, reyndu að koma 4-5 áfengum drykkjum ofan í þig fyrir hádegi. Þú munt vafalaust finna minna fyrir kulda og njóta sumarins enn betur!

Gallar: Þetta gæti verið vandamál í vinnunni, en það hlýtur að reddast (Og ef þú verður rekinn þá færðu bara lengra sumarfrí #yolo).

#5 – Byrjaðu að reykja!

Þetta trix helst vel í hendur við ráð númer #6. Bæði áfengisdrykkja og reykingar gætu verið upphafið að nýjum sumar-lífsstíl. Reykingarmenn reykja úti alla daga, allt árið um kring og þeim er aldrei kalt = Sniðugt til þess að sigra íslenska sumarið.

Gallar: Sumir hafa bendlað miklar reykingar við lungnasjúkdóma og jafnvel krabbamein. En það eru örugglega samsæriskenningar og hefur aldrei verið sannað.

#4 – Vertu alltaf í flíspeysu

1

Sama hvað veðrið er gott, vertu alltaf í flíspeysu. Jafnvel þó þú farir í sund. Peysan mun alltaf hafa þau áhrif að þér líður eins og það sé 15°C heitara en það er í raun og veru.

Gallar: Þú gætir fengið örlítið tanfar eftir peysuna en það er gjald sem við verðum að vera tilbúin að borga.

#3 – Njóttu gluggaveðursins

Hey, er geggjað veður? Gríptu tækifærið og vertu inni! Þú vaknar og sérð að veðrið er hreinlega frábært úti – En nú er sniðugt að staldra við og viðurkenna fyrir sjálfum þér að veðrið er líklega enn betra inn. Gluggaveður er séríslenskt fyrirbæri og við megum ekki gleyma að njóta þess. Settu mynd í tækið og skildu gardínurnar eftir uppi – Njótum gluggaveðursins.

#2 – Stundaðu ljósabekki grimmt

Það er fátt sem hitar upp húðina jafn mikið og að stunda ljósabekki. Þér mun alltaf líða eins og það sé sjúklega heitt úti næstu 10-15 mínúturnar eftir ljós. Svo passar það líka vel við ráð númer #3 af því að nú getur þú orðið sólbrún/n án þess að þurfa að fara út úr húsi!

#1 – Besti vinur þinn er heita miðstöðin í bílnum

Það er komið sumar, til hamingju! Staðreyndin er þó sú að hitinn fer líklega ekki yfir 15 gráður á celsíus og besta trixið í bókinni er að slökkva aldrei á heitu miðstöðinni. Þá líður þér alltaf eins og það sé frábært veður!


 

Klæddu þig í svarta flíspeysu, kveiktu þér í sígarettu og höldum okkur innandyra – Og skálum fyrir íslenska sumrinu!