Forsíða Umfjallanir 10 skotheldar gjafir sem smellpassa undir jólatréið fyrir unga fólkið 2017!

10 skotheldar gjafir sem smellpassa undir jólatréið fyrir unga fólkið 2017!

Nú er komin sá árstími þar sem taka þarf þá ánægjulegu ákvörðun hvað skal gefa unga fólkinu í jólagjöf. Þá þarf að vanda vel til verka og sjá til að ekkert nema blússandi ánægja verði með það sem hvílir undir trénu á aðfangadag!

Hér eru 10 flottar gjafir sem ættu að hjálpa til við valið! 

GJAFABRÉF Í KEILU – KEILUHÖLLIN EGILSHÖLL
Gjafabréfið hjá Keiluhöllinni Egilshöll er fyrir allt að 6 manns og gómsætur sælgætiskassi frá Freyja er frábær jólagjöf fyrir  unga fólkið sem getur tekið vini með – eða fjölskyldu og vandamenn!
Verð: 6.980 kr. 

Image may contain: text

Þú getur pantað í síma 511-5300 eða á [email protected]
Sent er í pósti um land allt (við verðið bætist sendingarkostnaður).

FERÐAHLEÐSLUTÆKI – BYKO
Fyrir unga fólkið sem ferðast er ferðahleðslutæki fyrir síma frábær lausn. Hér eru um að ræða vatns- og höggvarna græju – sem er með lítið vasaljós – og hleður allt að fjóra síma – eða tvær spjaldtölvur.
Verð: 8.995 kr
Í BYKO má finna allt fyrir heimilið – og er í boði ríkulegt úrval hvers kyns jólagjafa – stórra sem smárra. Opnunartími verður lengdur fyrir jól. Sjá nánar HÉR! 

ILMVATN – HOLLISTER
Nýjasti ilmurinn frá Hollister California er Wave 2. Ilmurinn fyrir hana er framandi ávaxta og blóma ilmur sem að nær athygli hverrar dömu. Ilmurinn fyrir hann er skemmtilegur, ferskur með hint af viðarnótum.

BOX12 er með mikið framboð af vörum á sviði förðunar- og snyrtivara og er í eigu Nathan & Olsen. BOX12 færir viðskiptavinum heimsþekkt og vönduð vörumerki og tryggir jafnframt að þeir hafi aðgang að öllu því nýjasta og besta í förðunar, – snyrtivörum og ilmum. Sjá nánar HÉR 

ÉG VEIT – BORÐSPIL FYRIR VINI OG FJÖLSKYLDU
ÉG VEIT! er stútfullt af skemmtilegum og óvæntum efnisatriðum sem reyna á ímyndunaraflið og hraða spilara. Hversu margar knattspyrnuhetjur getur þú nefnt? Hvað þekkir þú margar frægar kvikmyndastjörnur? Hljómar einfalt en tíminn er naumur…

Frá þeim sömu og færðu okkur Alias og Besta Svarið kemur spurningaspilið Ég veit!

STAR WARS DRÓNI – TÖLVUTEK
Handmálaður dróni með 24 dróna Laser keppnisham, sjálfvirku flugtaki og lendingu, helst stöðugur í lofti með 6-ása tækni og loftþrýstingsmæli.
Verð: 19.990 kr. 

Tölvutek er einn stærsti dreifingar- og söluaðili á tölvum og tölvubúnaði á Íslandi. Eins stærsta tölvuverslun landsins er í Hallarmúla 2 Reykjavík og Undirhlíð 2 Akureyri.

TÖLVULEIKUR – MARVEL SUPER HEROES 2
Framhaldið af LEGO Marvel Super Heroes. Núna þurfa Marvel hetjur og illmenni að vinna saman til að berjast við Kang the Conquerer.

PS4: LEGO Marvel Super Heroes 2

ÚR – DANIEL WELLINGTON
Daniel Wellington úrin henta fólki á öllum aldri og fyrir bæði kyn. Úrvalið er frábærlega gott því það er til mikið af leður- og litríkum nylon ólum sem hægt er að kaupa. Allt eftir smekk hvers og eins.
Verð: 18.900 kr.

SWAROWSKI SKART – JÓN OG ÓSKAR
Swarowski er eitt stærsta tískumerkið í skartgripum og úrum í heiminum með aðsetur í 170 löndum. Frægastir fyrir Swarowski kristallana – en eru með svakalega flotta skartgrípalínu með hálsmenum, eyrnalokkum, hringum og úrum.
Verð: Frá 6.600 kr. 

jon-og-oskar

Jón & Óskar er alhliða úra- og skartgripaverslun, sem var stofnsett árið 1971. Verslunin er staðsett að Laugavegi 61, Kringlu og Smáralind, og er ein stærsta og glæsilegasta úra- og skartgripaverslun á Íslandi. Vefverslun þeirra má finna HÉR!

LEIKJAHEYRNATÓL LOGITECH – COMPUTER.IS
Heyrnatólin er annaðhvort hægt að tengja með 3,5mm tengi eða USB. Dolby 7.1 vottuð, kristaltær hljómur og djúpur bassi. Þú verður ekki fyrir vonbrigðum með þessi!
Verð: 13.990 kr.

Computer.is býður upp á frábært og fjölbreytt úrval af tölvum og fylgihlutum á betra verði! Verslun þeirra er í Skipholti 50c og númerið 582-6000.

CONOR MCGREGOR PAKKINN – PERFORM.IS
Í þessum pakka er flott blanda af fæðubótaefnum frá BSN til að hefja árið 2018 á réttum fæti – og komast í súperform. Í honum er Syntha 6 Edge, BCAA DNA, Glutamine DNA, BSN brúsi.
Verð: 8.890 kr.
Verslun Perform.is er staðsett í Holtasmára 1 – og er með vandað og fjölbreytt úrval fyrir þá sem vilja ná lengra.