Forsíða Lífið 10 játningar frá íslenskum FLUGFREYJUM – Það sem þú vissir ekki um...

10 játningar frá íslenskum FLUGFREYJUM – Það sem þú vissir ekki um flugið þitt …

Hvernig er það fyrir kurteisu brosandi þjóna háloftsins að ferðast með okkur landa á milli? Að díla við alla flughræðsluna, drykkjuna, ofnæmin og allt hitt.

Við fengum í samstarfi við nokkrar íslenska flugfreyjur 10 játningar um það hvernig er að fljúga með okkur.

  1. Þegar einhver er mjög fullur, hringir bjöllunni og pantar drykk – þá segjumst við koma eftir smá stund. Sannleikurinn? Við komum ekki aftur –  ekki fyrr en hann ýtir aftur á bjölluna. Og þá segjumst við hafa gleymt honum – og að við komum eftir smá stund. Fullt fólk fattar ekkert.
  2. Það er ekkert ógeðslegra en þegar fólk fer skólaust inn á klósettið. Þú veist ekkert hvað er á þessu gólfi …
  3. Þegar við þurfum að prumpa, þá göngum við hratt inn ganginn milli farþega til að engin viti að lyktin kom frá okkur.
  4. Stærsti partur af starfinu er að gæta öryggis farþega. Það er mjög óþægilegt þegar fólk er búið að vefja einhverju um hausinn á sér til að sofa. Þá þarf maður stundum að bíða og sjá hvort manneskjan hreinlega andi!
  5. Fólk verður oft hrætt þegar það er kallað eftir lækni um borð. Algengasta orsökin er einfaldlega að það líður yfir fólk, þegar það stendur upp til að fara á klósettið. Stundum spilar líka áfengi sína rullu …
  6. Það er óþolandi þegar fólk fer að bera flugfélög saman, þegar kemur að þjónustunni. Eins og við ættum að geta gert eitthvað í því. Sbr: „Þegar ég flaug með öðru flugfélagi, þá fékk ég mat gefins.“
  7. Eldhúsið er eini griðastaðurinn okkar í flugvélinni. Það er mjög pirrandi þegar fólk kemur og hangir þar. „Ég er bara að teygja …“ – svo stendur það hjá okkur í hálftíma. Það er allt í góðu að koma í smá stund -en maður er kannski að reyna að borða – og það er fólk að koma á klósettið að skíta og míga rétt hjá. Hangsið er ekki að hjálpa.
  8. Sumt fólk heldur að það komist upp með að veipa, reykja eða drekka. Við vitum yfirleitt allt. Eitt skipti fór bjalla af stað inni á klósetti, út af reyk. Við opnuðum hurðina með valdi, og þar sat einhver Kani inni, að veipa og skíta á sama tíma. Hann mun ekki gera það aftur.
  9. Fólk spyr af hverju má ég ekki drekka mitt eigið áfengi í vélinni? Jú það er svo við getum fylgst með magninu – og þú endir ekki í yfirliði og ofurölvi – við þurfum að kalla á lækni um borð og fríka alla vélina út. Einfalt.
  10. Þið sem eruð að reyna að komast í „Mile high club“. Til hvers? Fyrsta lagi er klósettið alltof lítið. Og þið getið ekki leynt þessu. Við þekkjum tæknina líka „Hún er veik í maganum, ég er bara að halda hárinu.“ Geymið þetta bara þangað til þið eignist einkaflugvélina.