Forsíða Lífið 10 hlutir sem öll íslensk 90’s börn muna pottþétt eftir! – MYNDIR

10 hlutir sem öll íslensk 90’s börn muna pottþétt eftir! – MYNDIR

Við sem vorum börn á níunda áratugnum lifum ekki í nokkrum vafa um það að við vorum og erum besta kynslóðin. Við munum eftir því þegar voru ekki til tölvur á ölum heimilum og við fengum ekki GSM fyrr en við vorum að verða fullorðin. Við spiluðum Quake eins og hann væri trúarbrögð og Olli Olís ruslatunna fannst okkur skemmtilegur gaur.

 

#1. Lakkríshlunkurinn:
Hvergi á internetinu finnst mynd af hinum upprunalega og eina sanna lakkríshlunk sem var dökkbrúnn að lit og allur hulinn svartri lakkrís dívu. Hann olli talsverðri ógleði ef étinn á innan við einni mínútu en var samt algerlega þess virði.

#2. Bumbubaninn:
Á mínu heimili var hann reyndar grænn og gulur en það var ekki liturinn sem skipti máli heldur áhrifin sem hann hafði á magavöðvana. Sem voru lítil sem enginn reyndar, en það er auðvelt að vera gáfaður eftir á.

SFlSHTY

#3. Vasadiskó:
valda enn hvað mestri nostlgíunni í hjörtum allra 90′ barna. Í vasadiskóinu var síðan oft kasetta sem maður hafði stoltur safnað á uppáhaldslögunum sínum með því að sitja fyrir framan útvarpið og ýta á „rec“ takkann þegar lag sem maður vildi datt í spilun.

 

#4. 100 kallinn:
Hver man ekki eftir því þegar 100 kallinn breyttist úr myndarlegum seðli sem var einhvers virði í lítinn klink pening sem maður var sannfærður um að fengist mikið minna magn af nammi fyrir.

 

 

#5. Blár Opal:
Þegar þessi vara, sem greinilega hafði verið baneitruð allan tímann, var tekin af markaði glöddust fáir. Margir duttu í gríðar djúpt og dimmt þunglyndi. Og eru þar enn.

 

blar-opal-final

 

#6. ADSL breytir:
Halelúja! Þetta litla stykki breytti heimilislífinu til muna. Nú var hægt að vera á netinu OG tala í símann á sama tíma. Þvílík tæknibylting.

adsl-int-plugsplit-1#7.Hi-C: og ekkert Svala kjaftæði!

#8. Körfuboltamyndir:
Hver sá sem ekki safnaði þeim hlaut að vera lúði. Vinsælt var að bítta en þú bíttar ALDREI glimmer mynd fyrir venjulega mynd!

#9. Sé Þorri Þorskur gúgglaður er þetta myndin sem kemur upp. Því er ver og miður því í minningunni hvatti hann okkur bara til að drekka lýsi og var syngjandi glaður. Gott ef það var ekki Laddi. Með L-i.

#10. Tölvudýr:
Ef þú áttir ekki eitt þá er eiginlega bókað að þú fékkst eitt lánað einhversstaðar á einhverjum tímapunkti og tókst á endanum að drepa það.