Forsíða Lífið 10 hlutir sem konum finnst ÓTRÚLEGA sexý!

10 hlutir sem konum finnst ÓTRÚLEGA sexý!

Konum finnst margt sexý. Karlmönnum líka. Hér eru 10 atriði sem mörgum konum finnst mjög sexý að sjá menn gera.

1. Að fylla út skattasýrsluna þína sjálfur.
Mörgum konum finnst kynþokkafullt þegar karlmaður loggar sig inn á skattur.is, man íslykilinn sinn og á allar kvittanir í skipulagri möppu.

2. Þegar þú viðurkennir að þú sérst besta manneskjan til að fylla út skattasýrsluna þína sjálfur.
Smá sjálfstraust er mega turn-on!

3. Þegar þú segir „pabba brandara“.
Lélegir brandarar með pönslínu sem er svo léleg að það er ekki hægt annað en að flissa eru líka sexý.

4. Ef þú biður hana að segja þér hvað gerðist í síðasta þætti af Greys,
því þú misstir af honum. Menn sem eru óhræddir við að viðurkenna að þeir fylgjast með læknadrama eru meira aðlaðandi en menn sem þræta fyrir að gera það.

5. Þegar þú þrífur.
Heimilisstörf eru MEGA HOT! Farðu á hnéin og skrúbbaðu eldhúsflísarnar!

6. Þegar þú kaupir túrtappa fyrir hana án þess að skammast þín.
Það er fátt meira turn – off en karlmaður sem höndlar ekki blæðingatal, hvað þá ef honum finnst vandræðalegt að kaupa blæðingatengdar vörur!

7. Þegar þú ert vinalegur við gamalt fólk.
Segir sig kannski sjálft. Það er ekki sexý að vera leiðilegur við gamalt fólk.

8. Ef þú ert femínisti.
Menn sem eru femínistar eru allt að 90% meira sexý en aðrir menn.

9. Ef þú þorir að gráta.
Menn sem eru fastir í „matsjó“ gír verða leiðilegir til lengdar. Karlmaður sem þorir að bera tilfinningar sýnar er kynþokkafullur!

10. Lyktin af þér þegar þú ert búinn í ræktinni.
Sveittir menn eru sexý. Það er bara staðreynd.

Miðja