Forsíða Hugur og Heilsa 10 FALLEGIR staðir úr DISNEY ævintýrum sem þú getur HEIMSÓTT – MYNDIR

10 FALLEGIR staðir úr DISNEY ævintýrum sem þú getur HEIMSÓTT – MYNDIR

Þegar Disney hóf að gera kvikmyndir þá fóru teiknarar á þeirra vegum víðs vegar um heiminn í leit að byggingum eða stöðum sem gætu átt heima í ævintýrum. Margt af því sem við sjáum frá Disney er því byggt á raunveruleikanum. Kóngafólk fyrri alda bjó til stórkostlega kastala og hallir sem fæstir hafa gefið sér tíma til að skoða.

Hér eru vel valdir staðir sem væri sniðugt fyrir ævintýraaðdáendur að heimsækja í næstu utanlandsferðum.

10. Neuschwanstein kastali í Þýskalandi var byggður af Ludwig II konungi árið 1868. Hann var notaður sem fyrirmynd í ævintýrinu um Þyrnirós og í Svanavatninu.9. Bærinn Colmar í Frakklandi var notaður sem fyrirmynd í kvikmyndinni „Fríða og dýrið“.

8. Batu hellarnir í Malasíu hafa verið notaður í ýmsum teiknimyndum.7. Dómkirkjan Vasily the Blessed í Rússlandi er yfirleitt notuð í öllu sem tengist Rússlandi.6. Mont Saint-Michel eyja í Frakklandi kemur fram í ævintýrum eftir Victor Hugo.5. Glenfinnan bryggja í Skotlandi er þekkt úr kvikmyndunum um Harry Potter.
4. Zhangjiajie þjóðgarðurinn í Kína var fyrirmynd „hinna hangandi fjalla“ í Avatar.
3. Taj Mahal í Indlandi var í ævintýrinu um Aladdin.
2. Baobabs gata í Madagascar var hluti af umhverfinu í Disney myndinni „Madagascar“.
1. Versailles kastali í Frakklandi var í eigu Lúðvíks XIV og þykir ein fallegasta bygging heims. Versalir voru fyrirmyndin að kastalanum í ævintýrinu um Öskubusku.Þetta nýtist vonandi sem góður „Bucketlisti“ fyrir þá sem vilja fara á vit ævintýranna.