Forsíða TREND 10 atriði sem ber að hafa í huga þegar konu er boðið...

10 atriði sem ber að hafa í huga þegar konu er boðið út að borða!

Á tuttugustu og fyrstu öldinni er hart vegið að herramennskunni og margar konur telja slíka herramenn meira að segja liðna tíð.

Að bjóða konu út að borða er klassískasta hugmyndin að góðu stefnumóti og bregst hún sjaldan. Sannaðu fyrir konunni þinni að herramennskan sé enn til staðar og bjóddu henni út.

Hér eru 10 atriði sem gott er að hafa bakvið eyrað:

1. Þú býður henni út, auðvitað.

Það að bjóða fallegri konu út er það sem mörgum karlmönnum finnst erfiðast – En þú verður að láta vaða.

2. Að vera með áætlun

Þú þarft ekki að reikna hnit eða stilla vekjaraklukkur á símanum. Vertu bara búinn að átta þig á því hvað þú vilt gera með henni. Æltar þú að bjóða henni á kokteilabar fyrir matinn eða ætlið þið að fá ykkur eftirmat og svo framvegis.

finals animated GIF

3. Ekki vera seinn

Ef þið ákváðuð að þú myndir sækja hana sjáðu þá til þess að þú mætir nokkrum mínútum fyrr eða á réttum tíma. 90% kvenna eru aldrei tilbúnar á réttum tíma en það er betra að vera á réttum tíma ef þú skyldir hitta á þessa einu af tíu.

late animated GIF

4. Taktu á móti henni fyrir utan

Ef þú ert ekki að sækja hana þarft þú að mæta fyrstur. Reyndu helst að koma á móti henni út þegar hún kemur á staðinn og taktu á móti henni. Hún á ekki að þurfa að mæta ein á veitingahúsið og byrja að leita af þér á meðan þú ert á Tinder í símanum.

wink animated GIF

5. Sýndu smá riddaramennsku.

Herramennskan er ekki dauð, ekki á þinni vakt. Konum þykir flestum gaman að láta dekra við sig og sjá mjúku hliðina á þér. Litlu hlutirnir skipta máli hérna. Opnaðu hurðina, dragðu fram stólinn, helltu í glas og svo framvegis.

chivalry animated GIF

6. Samtal með matnum

Forðastu vandræðaleg eða óþægileg samtöl við matarborðið. Fyrrverandi kærastar eða aðrar konur eru á bannsvæði. Fáðu hana til að hlæja og ef þú þekkir hana ekki vel fyrir skaltu reyna að kynnast henni eins vel og þú getur. Ef þú geispar ferðu einn heim.

couple animated GIF

7. Mannasiðir

Ef þú ert á fyrsta stefnumóti skipta mannasiðir öllu. Tyggur þú með opinn munninn eða ertu dónalegur við þjóninn? Leyfðu henni að tala og ekki vera skella hnífapörunum á diskinn. Það á að sjálfsögðu ekki að þurfa að segja þér að þú prumpar ekki á stefnumóti.

hot animated GIF

8. Fáðu hennar álit ef þú pantar vín

Ekki gera ráð fyrir því að hún vilji einhverja tegund af víni. Fáðu hennar álit. Hún mun kunna að meta það og þú skýtur þig ekki í fótinn með því að kaupa ranga flösku.

wine animated GIF

9. Að borga fyrir kvöldið

Ef hún vill fá að bjóða í drykk eða taka hluta af reikningnum þá skaltu leyfa henni það. Gömlu reglurnar segja að þú eigir að borga og ef hún segir ekkert þá sérð þú um að greiða reikning kvöldis. Aðrar konur gætu ætlast til þess að þú borgir. En ef hún vill fá að borga ertu dóni að leyfa henni ekki að borga sinn hlut.

leonardo dicaprio animated GIF

10. Láttu það í hennar hendur að ráða hvernig kvöldið endar

Eftir matinn, spurðu hana hvað hún vilji gera. Hvort sem hún vill fara í annan drykk, kaffi eða enda kvöldið. Kannski farið þið heim saman en láttu hana um að stjórna förinni héðan af svo kvöldið fari ekki í vaskinn vegna óþægilegra kveðjustundar sem enginn vill lenda í.

handsome animated GIF