Forsíða Hugur og Heilsa 10 ástæður af hverju þú átt EKKI að byrja að hugleiða!

10 ástæður af hverju þú átt EKKI að byrja að hugleiða!

Hefur þú prófað eða stundað reglulega hugleiðslu? Í sífellt meiri mæli hafa einstaklingar hér á landi og annarstaðar í heiminum rætt um gagnsemi hugleiðslu. En hér þarf að varast nokkur mjög varasöm atriði sem do you yoga hefur tekið saman og auðvelt er að falla í þessa gildru!

1. Þú verður ekki hæfur til þess að hafa óstjórnlega miklar áhyggjur.
Hugleiðsla opnar dyrnar í átt að innri frið. Þú átt möguleikann á því að leysa út heilann heim af frið og afslöppun sem bíður þess að vera uppgötvuð.
MJÖG VARASAMT. PASSA SIG!

2. Það mun eyða skuldbindingu þinni fyrir stressi.
Finnst þér óþæginlegt að slappa af og mastera listina í því að gera ekki neitt? Finnst þér gaman að fæða sjálfa/nn þig á stressi, óróa, spennu og hvaðeina til að gefa lífi þínu lit?
Í guðanna bænum EKKI byrja að hugleiða.

3. Það mun taka burt allar afsakanir þínar til að vera óhamingjusamur.
Finnst þér gaman að upplifa óhamingju og tilgangsleysi? Hugleiðsla getur tekið þetta burt eða minnkað þetta. Viltu gjöra svo vel að passa þig og segja NEI takk við hugleiðslu.

4. Þú munt ekki vera fær um að hlaupa burt frá sjálfum þér.
Sagt hefur verið að hugleiðsla getur verið eins og þinn eiginn spegill. Hún getur hjálpað þér að sætta þig við sjálfa/nn þig eins og þú ert. Já veistu ég fíla að hlaupa BURT! BLESS!

5. Þú munt þurfa að gefa frá þér allan tilvistar efa.
Finnst þér gaman að efast? Ég efa það. EN…. Ef þú þrífst á efa, þá er hugleiðsla ekkert sérstaklega góð hugmynd fyrir þig.

6. Bless bless ómeðvitað matarát!
Æjæjæj. Ef þér finnst gaman að borða ómeðvitað, grípa í það sem er hendi næst, borða seint, snemma, oft, mjög oft, með Siggu í hádeginu og Sigga á kvöldin (þau elska kolvetni og þú líka!). Þá er hugleiðsla sennilega ekki góð hugmynd. Áhugamenn um hugleiðslu hafa sagt að hún hjálpi þeim að njóta matar og jafnvel borða minna en þeir gerðu áður. HA?!

7. Viltu fríka gersamlega út? Ekki hugleiða þá!
Gerist það stundum að þú finnur þörfina á því að vilja missa kúlið, öskra á næsta eða þarnæsta mann hvaða dag sem er eða… Allavega hafa tækifæri til þess? Ahh… Hugleiðslan gæti haft áhrif á það! Hver kannast ekki við að vilja allt í einu kasta síma sínum í einhvern fjarskyldan ættingja til að fá nýjan og betri síma? Ekki hugleiða.

8. Gleymdu öllu „multi-taski“ eða fjölhæfni.
Finnst þér gaman að hafa 10 hluti í gangi á sömu mínútunni? Væntanlega! Ertu manískur „multi-tasker“? Ef svo er þá er einnig mælt með því að hefja ekki hugleiðslu. Hugleiðsla getur bætt einbeitingu þína, hæfni og færni í daglegum athöfnum og framkvæmd. PASSA sig sérstaklega á þessu!

9. Vertu varkár. Hugleiðslan mun gera þig meira meðvitaðann.
Ef þér finnst betra að lifa í óminni og bregðast við útfrá því sem umhverfið gefur þér fremur en hvað þú vilt, þér finnst og hvað þig RAUNVERULEGA langar. PASSA sig hér. Aukin meðvitund er gjarnan fylgifiskur þess að stunda reglulega hugleiðslu.

10. Þú gætir haft færi á því að sleppa takinu af…. Nánast öllu.
Hugleiðslu er gjarnan líkt við andstæður af hávaða, látum, viðskiptum og HLUTUM. Ef þú finnur þig knúinn til að geta ekki lifað án stanslausrar örvunar. EKKI HUGLEIÐA.