Forsíða Lífið 10 ára stelpa komst að hinu sanna um jólasveininn – „Þið brutuð...

10 ára stelpa komst að hinu sanna um jólasveininn – „Þið brutuð í mér hjartað“

Hin 10 ára gamla Belle komst að sannleikanum um jólasveininn og það rústaði lífi hennar, að hennar eigin sögn. Litla stelpan skrifaði foreldrum sínum reiðibréf þar sem hún teiknar meðal annars hönd með löngutöng út í loftið – sem sagt fokkjúputta.

Hér má lesa bréfið í heild sinni:

„Þið hafið ekki hugmynd um það hvað þið hafið gert. Ég reyndi virkilega að trúa. Allir sögðu mér að það væru foreldrarnir. Ég get ekki trúað ykkur lengur. Er Páskakanínan raunveruleg? Hvað með Tannálfinn huh? Þið hafið eyðilegt LÍF 10 ára barns takk.

Ekkert mun láta mér líða betur þið luguð að mér um eitthvað sem ég elskaði og það BRAUT í mér hjartað.“

Móðir hennar deildi póstinum á Facebook og skorar á fólk að hlæja ekki.

Hún jafnar sig vonandi fljótt hún Belle.